Tuesday, June 12, 2012

Egilsstaðir

...Hér er sko gott að vera, umvafin besta fólkinu sínu.
Þrátt fyrir lágar hitatölur síðustu daga erum við svo sannarlega búin að hafa það gott! 

Á leið í göngutúr í kuldanum

Spenntur að fara í 5 ára afmæli Dags

 Flottustu frændur sem sögur fara af!

 Sleepover gleði

 Sykurpúðar :)

 Ánægður með elsku Ella sinn eftir fótboltaleiki dagsinns. Orð Mikaels " við segjum saman höttur - HÖTTUR- HÖTTUR"

Eigið góðan þriðjudag!

Saturday, June 2, 2012

Viðburðaríkir dagar

Undanfarnir dagar hafa verið viðburðaríkir. Ég lauk námi mínu sem sjúkraliði og útskrifaðist þann 19. maí. Sá dagur var yndislegur, en það sem toppaði allt var að yndislega mamma mín kom óvænt í útskriftina, við fórum svo út að borða um kvöldið á 19. hæð í turninum. Það var dásamlegt.   



Nú taka við töluverðar breytingar, því má segja að nýtt ævintýri sé hafið hjá þríeykinu...
Íbúðinni í Keflavík hefur verið skilað og nú taka við 3 vikur í sælunni á Egilsstöðum. 
Ó hvað það er dásamlegt að koma, sérstaklega í svona líka sumarblíðu. -Heima er bezt! Ég ætla svo sannarlega að njóta þess að vera með bezta fólkinu mínu.
Fluttningar til Danmerkur taka svo við og margar spennandi og skemmtilegar áskoranir, þetta sumar verður frábært!
Litli gullkulumpurinn minn var sumarlegur og flottur í dag...



Sólskinskveðjur
-H.Önnudóttir