Saturday, October 25, 2014

Afmælisgleði

...Það er langt um liðið og margt sem hefur á daga okkur drifið hér í danaveldi - já og annarstaðar í heiminum.

Frumburðurinn, hann Mikael átti afmæli 15.ágúst sl. og hélt upp á 7 ára afmælið með vinum úr bekknum sínum. Ég hef alltaf haft ótrúlega mikið dálæti af því að halda veislur, gera skemmtilega stemmningu og skapa góðar minningar fyrir litla strákinn minn - ég gleymi því aldrei hversu stressuð ég var þegar ég hélt uppá 1. árs afmælið hans, ég gerði miklar kröfur til mín um fullkomna afmælisveislu fyrir drenginn. 
Í dag er ég þó örlítið afslappaðari með afmælishöld, en við ákváðum að hafa blátt/grænnt þema og skella í eina könguló, kröfurnar hjá drengnum voru ekki miklar - það var mikið fjör og mikið gaman þennan dag, við keyptum okkur gaskút og skreyttum með bláum og grænum gasblöðrum - danski fáninn var líka víða. Einnig var mikil vinna lögð í fjársjóðsleit, en það er mikil hefð hér í Danmörku.


Fjársjóðsleit...


....og blása - hipphipphúrrrrra!
Mikael var sæll og glaður með daginn og svei mér þá ef hinir drengirnir voru það ekki bara líka - og mamma&pabbi!
Látlaus veisla gerir barnið því alveg jafn hamingjusamt :)

Eigið dásamlegan laugardag
Knús yfir hafið
H-Önnu


Thursday, October 23, 2014

Barnaherbergi heimilisins

Eins og ég sagði frá í síðustu færslu var innlit á heimili okkar í tímaritinu í Home Magazine sem kom út í sumar.
Í svona innliti koma að sjálfsögðu ekki allar þær myndir sem teknar eru, svo mér datt í hug að sýna ykkur betur herbergi Mikaels sem breytist þó frá degi til dags.





Það getur verið að þið veltið því fyrir ykkur hvar dótið hans sé, en það er í massavís inní skápnum,
ásamt lego og playmo sem er flokkað í kassa og rúllað undir rúm - það vantar sko ekki leikföngin á okkar heimili :)

Hilma Önnu


Wednesday, October 22, 2014

HOME MAGAZINE

Í sumar kom út 2 tbl. Home Magazine, en þar er að finna innlit á heimili okkar hér í Århus.
Skemmtilegt og fallegt blað!


Hér er hægt að lesa blaðið FRÍTT á netinu.

Hilma Önnud.

Tuesday, October 21, 2014

Haust ´14

Jæja, er þetta ekki bara orðin ágæt blogg-pása, svona í bili allavega.
Sumarið er búið, haustið tekið við - svona eins og gengur og gerist og þá eru það bara
blessuð jólin, ó já elsku bestu jólin koma brátt!

Það er ekki svo langt síðan ég áttaði mig á því að haustið ( ásamt jólamánuðinum sjálfum) er minn uppáhalds árstími, ég elska fallegu litlina sem fyglja haustinu, kertaljósin og kósíheitin.

Danska haustið - dásamlegt!
Fallegi drengurinn minn í hjólatúr um sl. helgi.

Ég vona að þið ættingjar og vinir, jú og aðrir gestir hlakkið til að fylgjast með hér inná blogginu.
Knús yfir hafið
Hilma
❤️