Wednesday, November 13, 2013

DIY - Pappírsstjörnur

Nóvembermánuður er gengin í garð, og gott betur - það er stutt í jólin!
Á þessum tíma árs kemst ég alltaf í mikinn föndurgír. Við mæðgin föndruðum pappírsstjörnur í gær sem við hengdum svo upp. 

Hægt er að gera þær í mismundandi stærðum, ég ætla að gera nokkrar til þess að setja á jólapakka, nú eða til þess að hengja á jólatréð.


Eina sem þarf er, pappír ( ekki verra að hann sé frekar stífur), skæri og lím.
Það er líka mjög fallegt að nota munstraðan pappír. Ég notaði svo girni til þess að hengja stjörnurnar upp, en  mér finnst líka fallegt að nota silkiborða eða aðra fallega borða eða bönd.
Hugmynin kemur héðan, en þarna getið þið séð hvernig stjörnurnar eru gerðar skref fyrir skref.

Njótið dagsins!
H

No comments:

Post a Comment