Sunday, April 7, 2013

H E I M S Ó K N

Uppáhalds þættirnir mínir eru klárlega Heimsóknin, þættir sem eru sýndir á Stöð 2.
Ég get svo svarið það að um leið og ég hef lokið við að horfa á nýjasta þáttinn sem er í boði inná  vísi.is þá er ég strax farin að bíða eftir þeim næsta.

Innlitin eru að sjálfsögðu jafn misjöfn og þau eru mörg, en hvert og eitt heimili hefur sinn sjarma og mér þykir alltaf jafn gaman að horfa.


Það eru tvö innlit sem ég held mjög mikið uppá.
Það eru heimili Svanhildar Þórsteinsdóttur og heimili Helgu Björnsdóttur.


...Mér finnst heimili Rutar Kára líka einstaklega fallegt...ég gæti reyndar talið upp ansi mörg í viðbót.

Mæli með að þið skoðið þetta

Knús yfir hafið
Hilma

Saturday, April 6, 2013

O H L O L A

Gleðilegan laugardag

Mér hefur þótt ótrúlega erfitt að finna ilm sem hentar mér.
 Ég fékk imvatn í afmælisgjöf sem er algjörlega dásamlegt, þetta er sumarilmur sem heitir Oh Lola og er frá Marc Jacobs,  ótrúlega léttur og góður ilmur. Það skemmri svo ekki fyrir hvað glasið og bleika blómið á toppnum er fallegt.


Þessi ilmur hitti svo sannarlega í mark

Eigið hamingjuríkt kvöld
H-Önnudóttir

Friday, April 5, 2013

K Ó S Í K V Ö L D



Við fjölskyldan höfum það sem hefð að alltaf á föstudagskvöldum bökum við pítsu og horfum á mynd saman. Strákurinn okkar bókstaflega elskar þetta, og er alltaf spenntur að koma heim á föstudögum úr leikskólanum og halda kósíkvöld.

Í dag erum við mæðgin bara tvö saman, og gerðum við okkur dásamlega spelt pítsu (uppskrift frá Ebbu) með ferskum mozzarella, tómötum sem steiktir voru uppúr ólífuolíu, hunangi og smá krynddi, og ferskri basiliku.  Ég var alveg viss um að ég ætti rucolasalat, en það var ekki raunin, mér finnst það algjört möst með.


Eftir allt pítsa átið vildi Mikael minn kveikja á kertum, helst öllum kertum heimilisins, og það fullkomnaði að sjálfsögðu stemninguna



 Þessar fallegu rósir sem sjá má á myndunum keypti ég mér í gær hjá blómasala niðrí bæ á  210 íslenskarkrónur búntið.  Mér finnst fátt skemmtilegra en að fegra heimilið okkar með fallegum blómum og kertum. Í dag er litlaþemað bleikt.


....verð að þjóta kósíkvöldið er hafið.

Eigið dásamlega helgi