Monday, December 30, 2013

Jólin 2013


Sæl nú!
Við fjölskyldan eru svo sannarlega búin að njóta jólanna í botn. Aðfangadagskvöld var dásamlegt. Við borðuðum æðislegan mat, drukkum malt og appelsín brögðuðum á nóa konfekti, opnuðum heilann helling af æðislegum gjöfum og nutum þess að vera saman. Ef þetta er ekki "uppskrift" af góðu aðfangadagskvöldi þá veit ég ekki hvað.




Prinsinn alsæll með allt nýja fíneríið

Í fyrsta skipti vorum við með lifandi tré í stofunni. Ég keypti ofboðslega fallegt skraut á tréð í Illums Bolighus sem sést kannski ekki alveg nógu vel á myndunum. Silfraðir könglar og agnar smáar hvítar kúlur. Mér finnst koma ótrúlega vel út að punta tréð upp með litlum kúlum, það verður svo pent og fallegt.


Hér er skrautið áður en það fór á tréð.

Ég vona að þið hafið notið jólanna ykkar í botn.
Nú styttist í nýja árið *2014* - alveg er ég viss um að það
komi til með að færa okkur mikla hamingju, gleði og lukku.
Ég óska ykkur gleðilegs árs - Takk fyrir að lesa

Hilma Önnudóttir

Sunday, December 15, 2013

Iittala

Gleðilegan sunnudag elsku vinir!
Tíminn liður svo hratt í dag kveikjum við á 3ja aðventukertinu, Hirðakertinu.
Hugsa sér mánuðurinn er hálfnaður, nýtt ár verður komið áður en við vitum af.
Munum að njóta!

Mig er búið að langa svo til þess að eignast fallega könnu undir t.d. malt&appelsín blönduna. 
Ég er held mikið uppá Iittala vörurnar og er heppin að hafa eingast mikið af þeim
uppá síðkastið. Ég keypti mér þessa æðislegu Ultima Thule könnu, sem mér finnst ofboðslega falleg og tímalaus. Hún fæst t.d. í Líf&list



Mikið hlakka ég til að fá mér malt & appelsín!


Akkúrat núna er ég með könnuna uppstillta á borðstofuborðinu, mér finnst hún bara svo ofboðslega falleg, svo hún á skilið að njóta sín.

Knús yfir hafið

xxx

Thursday, December 12, 2013

Samverustundir

Sæl nú!
Ég hugsa að flestir séu sammála því að Desembermánuður sé tími fjölskyldunnar.
Margar hefðir hafa skapast í kringum þennan mánuð hjá flestum og mín fjölskylda er engin undantekning. 
Það sem mér þykir vænst um eru einmitt þessar fjölskyldustundir, undirbúningur jólanna með þeim sem manni þykir vænst um.
Mér finnst mjög erfitt vera svona langt frá Íslensku fjölskyldunni minni á þessum tíma árs, en samt er það svo lærdómsríkt og spennandi að kynnast nýjum hefðum í Danmörku, dönsku jólin eru nefninlega dálítið notaleg líka.

Um síðustu helgi átti ég frábæra helgi með föðurfólkinu mínu og kynntist örlítið þeirra hefðum tendum jólum. Mikið var það notalegt - Syni mínum þótti ekki leiðinlegt að fara á jólaball sem haldið var hjá þeim og fá extra athygli frjá jólasveininum :)



Það var líka mjög spennandi að fara út með vasaljós og leita af öllum nissunum í garðinum hjá ömmu, en þeir leyndust víða.


Ég vona svo innilega að þið njótið ykkar sem allra best á aðventunni.
Eigið gleðilega helgi elsku vinir
H-Önnu



Tuesday, December 10, 2013

Rúmföt

Gleðilegan þriðjudag
Nú styttist heldur betur í hátíðina miklu, ég er svo spennt!
Við hjónaleysin fengum æðisleg rúmföt í jólagjöf fyrir nokkrum árum, sem eru frá Marimekko.
Eftir að ég eignaðist svona vegleg og góð rúmföt eins og
þessi frá Marimekko, hef ég nánast notað þau eingöngu.
þau eru svo mjúk, létt og dásamleg.  Ég lofa - ég sef betur ;-)

Ég ákvað því að splæsa nýju setti á rúmið fyrir jólin og valdi ofboðslega falleg rúmföt frá 
Ferm living með marmara munstri. Ég féll alveg fyrir þessum, en var einnig búin að skoða mjög falleg rúmföt frá Normann Copenhagen.


Rúmfötin fást á Íslandi í Epal og Hrím

Ég hlakka svo sannarlega til þess að nota þau, en það verður að bíða þar til á Þorláksmessukvöld.

Eigið sem bestan dag kæru vinir
Hilma

Sunday, December 1, 2013

Desember

Gleðilega aðventu!


Þessi tími er svo sannarlega minn allra uppáhalds á árinu.
Ég elska fallegu jólaljósin, kertin, dagatölin, baksturinn...
...svona byrjaði einmitt morguninn á mínu heimili.

Við mæðgin ætlum að taka strákaherbergið í gegn í dag og skreyta það smá.
Piparkökudegið er komið í kæli, svo í dag ætlum við líka að stinga út piparkökur.



Eins og þið sjáið á meðfylgjandi myndum erum við byrjuð að setja jólin upp hjá okkur, það geri ég hægt og rólega fram að jólum.

Eigði sem allra notalegastan dag og njótið!
Knús yfir hafið
Hilma