Tuesday, February 26, 2013

M O L O K I D S

Gleðilegan þriðjudag
Danska merkið MOLO hefur mér alltaf þótt bjóða uppá gott úrval af einstaklega fallegum fötum.
Ég skrapp í smá leiðangur með manninum mínum - sem sonur okkar naut góðs af :)



Sonurinn var al sæll!






Þessum mæli ég svo sannarlega með, liprar og góðar- Mikael Leó elskar þær jafn mikið og mamman!





Hellings úrval - eitthvað fyrir alla.

Bestu kveðjur
Hilma


Monday, February 25, 2013

B Y L A S S E N

Ég fékk þennan fallega kertastjaka í gjöf, ó hvað ég er glöð
By Lassen - sem mig er búið að langa svo í..
Ég er ekkert smá ánægð með hann, og finnst hann einstaklega fallegur svona hvítur.


Bleiku kertin setja punktinn yfir i-ð  - það var nú konudagur í gær og því vel við hæfi að setja bleik kerti upp :)

Eigið góðan mánudag

Hilma Önnudóttir



Sunday, February 24, 2013

K O N U D A G U R

Gleðilegan konudag!

Er þetta ekki sá dagur sem flestar af okkur fá blómvönd frá sínum heittelskaða ?
Mér finnst æðislegt að punta uppá heimilið með fallegum blómum.
Í bæjarferð gærdagsins bað litli minn mig um að láta sig hafa pening sem hann hefði fengið frá ömmu sinni, því hann vildi gefa mömmu blóm - YNDISLEGUR!



Ég vona að þið verðið allar dekraðar af ykkar mönnum í tilefni dagsinns.

Knús yfir hafið
Önnudóttir

Friday, February 22, 2013

i i t t a l a

Mér finnst vörnurnar frá iittala svo fallegar, stílhreinar og tímalausar.
Ég pantaði mér smá í safnið í síðustu viku, og er nýlega búin að fá vörurnar afhentar 


Nýju umbúðirnar eru skemmtilegar -Timeless design


Aino Aalto glös og Kastehelmi kertastjakar



Ég ætla að vona að þessi fínu glös endist betur en Ikea glösin sem við höfum átt!


Eigið gleðilega helgi kæru vinir

-Hilma

Sunday, February 17, 2013

S K A R T


Eins og ég hef áður sagt þykir mér mjög gaman að lesa quotes
Þegar búið er að setja falleg orð á skart heillar það mig jafnvel enn meira.
Ég er svooo hrifinaf þessum skartgripum hér að neðan, þó sérstaklega gyllta armbandinu - love it


Algjörlega dásamlegt!

Eigið góðan mánudag

Hilma



S U N N U D A G U R

Við fjölskyldan höfum það sem hefð að fá okkur  rúnstykki í morgunmat um helgar.
Við mæðgin erum bara tvö heima þessa helgina og því var "meðlætið" einfallt, ostur og sulta - sterkir og framandi ostar fara ekki vel í litla munna.
Við pressuðum appelsínur og úr varð þessi dásamlegi safi - það jafnast ekkert á við nýpressaðann appelsínusafa. Appelsínur eru svo safaríkar og góðar á þessum árstíma.


Ég keypti mér hyacintu lauka í gær - ég býð spennt eftir að þeir springi út.
Þrátt fyrir að það sé enn smá snjór þá finnst mér vorið vera handan við hornið - hope that at least





Eigið góðan sunnudag

Hilma

Saturday, February 16, 2013

1 6 0 2 1 3

Gleðilegan laugardag!
..Tíminn líður svo hratt, mér finnst alltaf vera helgi -sem er dásamlegt!
Þið verðið að afsaka bloggleysið - það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér, en það stendur allt til bóta.
Deginum ætla ég að eyða með stráknum mínum í miðbænum  - vona að þið eigið notalegan dag.




Hilma Önnudóttir

Monday, February 11, 2013

E L D H Ú S

Nú til dags er ansi algengt að stofa og eldhús liggi saman, og því er þetta rými svolítið  "fjölskyldurými" sem mér finnst ákaflega skemmtilegt - þess vegns finnst mér að eldhús þurfi að vera björt og opin -  pláss fyrir alla fjölskylduna til þess að elda saman og eiga í leiðinni notalega fjölskyldustund.


Fallegt eldhús með hvítri borðplötu - love it!


+
Gráar flísar á móti öll þessu hvíta, kemur vel út!

Háglans

Eftir að ég skipti út öllum húsögnum og keypti allt í  hvítu háglans, verður ekki aftur snúið.
Mér þykir mikið auðveldara að þurrka af - og fingraförin sem allir tala um eru ekki vandamál hjá mér!
'


Flotað, lakkað gólf heillar mig líka - og falleg lýsing setur punktinn yfir i-ð :)

Kærleikskveðjur

Hilma Önnudóttir

Friday, February 8, 2013

U M E M I N O T K N O T

Ég setti inn færslu fyrir ekki svo löngu síðan sem inniheldur óskalistann minn.
Mig er lengi búið að langa í fallegan púða frá Umemi
.... og í dag er HANN ER MINN 
Ó hvað ég var glöð að fá hann, hann er fullkominn í sófann!


Mér finnst hann gordjöss! 
Á þessari mynd  má einnig sjá uppáhalds teppið mitt, en það fékk ég í afmælisgjöf frá 
elsku mömmu í fyrra.

Hér er heimasíða Umemi.

Eigið góða helgi kæru vinir

Hilma Önnudóttir

Wednesday, February 6, 2013

T a b l e s e t t i n g s

Mér þykir mjög gaman að leggja fallega á borð og velja ýmislegt glingur til skrauts. 
Það þarf þó ekki að vera kostnaðarsamt eða flókið.

Einfallt - Virkilega fallegir kertastjakar

Vetrarlegt, ódýrt og fallegt

Þetta hentar vel fyrir brúðkaup, blúndudúkar fást t.d. í Tiger!

Uppáhalds!

...fullt af fleiri hugmyndum hér

Eigið dásamlegan miðvikudag
Önnudóttir

Sunday, February 3, 2013

M Æ Ð G N A H E L G I

Gleðilegan sunnudag kæru vinir
Helgin er búin að vera frábær - Það er alltaf svo gaman hjá okkur mæðgum
Mér finnst yndislegt að viðra mínar hugmyndir við mömmu, því oftast kemur hún með góð ráð.
Ég byrjaði því á smá hugmyndavinnu og fikraði mig smá og smá áfram og er að verða ansi ánægð með útkomuna...meira af því seinna, en smá myndir

Mömmudraumur, vel við hæfi þessa helgina - Krossarnir fínu að taka á sig mynd :)

Vona að ykkar helgi hafi verið hugguleg

-Hönnudóttir

Friday, February 1, 2013

F R I D A Y

Eigið gleðilega helgi kæru lesendur
...ég ætla svo sannarlega að njóta helgarinnar með elsku bestu mömmu!


Hugsið um hvað það er sem skiptir máli í lífi ykkar



Hilma Önnudóttir