Sunday, February 16, 2014

Skoleboller

 Þessar æðislegu bollur eru "ættaðar" frá Noregi en ég kynntist
þeim fyrst þar í landi þegar ég var lítil stelpa, þær heita Skoleboller.
Mig langar að deila uppskriftinni með ykkur.


Bollur

125 gr brætt smjör
2 1/2 dl mjólk
1 egg
1 pakki þurrger
8 dl hveiti
1 tsk kardimommuduft
4 msk sykur
1/4 tsk salt


Vanillukrem

Vanillubúðingur (heitur) frá Dr. Oetker
Ef þið notið búðinginn frá Dr. Oetker þurfið þið að gera hann ca 4 tímum áður en þið ætlið að nota hann og minka mjólkurmagnið, nota ca 2/3 af því sem gefið er upp á pakkningunni.

Ég var svo heppin að fá "ekta" vanillukrem fyrir bollurnar frá Noregi, mynd af umbúðunum er hér að neðan.


Degið er hefbundið gerdeg en eftir að degið hefur hefast eru mótaðar bollur ca 20 stk. 
Ofan í bollurnar eru mótaðar holur fyrir vanillukremið með því að þrýsta þumalfingri í degið. 
Að því loknu er vanillukremið sett ofaní holurnar. 
Látið hefast í 15 mín.

Bollurnar eru bakaðar við 225° í 10 - 15 mín í miðjum ofni.
Þegar bollurnar hafa kólnað er glassúr (flórsykur & vatn) settur yfir og að lokum er kókosmjöli stráð yfir.

Svo er bara að fá sér mjólk í glas og njóta. 
Skólabollurnar eru auðvita lang bestar glænýjar og volgar.

Ég vona að þið njótið vel
Knús yfir hafið
Hilma Önnu

No comments:

Post a Comment