Saturday, October 25, 2014

Afmælisgleði

...Það er langt um liðið og margt sem hefur á daga okkur drifið hér í danaveldi - já og annarstaðar í heiminum.

Frumburðurinn, hann Mikael átti afmæli 15.ágúst sl. og hélt upp á 7 ára afmælið með vinum úr bekknum sínum. Ég hef alltaf haft ótrúlega mikið dálæti af því að halda veislur, gera skemmtilega stemmningu og skapa góðar minningar fyrir litla strákinn minn - ég gleymi því aldrei hversu stressuð ég var þegar ég hélt uppá 1. árs afmælið hans, ég gerði miklar kröfur til mín um fullkomna afmælisveislu fyrir drenginn. 
Í dag er ég þó örlítið afslappaðari með afmælishöld, en við ákváðum að hafa blátt/grænnt þema og skella í eina könguló, kröfurnar hjá drengnum voru ekki miklar - það var mikið fjör og mikið gaman þennan dag, við keyptum okkur gaskút og skreyttum með bláum og grænum gasblöðrum - danski fáninn var líka víða. Einnig var mikil vinna lögð í fjársjóðsleit, en það er mikil hefð hér í Danmörku.


Fjársjóðsleit...


....og blása - hipphipphúrrrrra!
Mikael var sæll og glaður með daginn og svei mér þá ef hinir drengirnir voru það ekki bara líka - og mamma&pabbi!
Látlaus veisla gerir barnið því alveg jafn hamingjusamt :)

Eigið dásamlegan laugardag
Knús yfir hafið
H-Önnu


No comments:

Post a Comment