Friday, November 29, 2013

Santa claus is coming to town...

Gleðilegan föstudag!

Við erum á leið niður í bæ því í kvöld er mikið um að vera. 
Jólasveinninn eða Julemand eins og hann er kallaður hér í Danmörku, kemur til Århus, kveikir á stjörnuhimninum sem er yfir Strikinu og tendrar ljósin á jólatrénu sem stendur við ráðhústorgið.
Verslanir hafa miðnæturopnun og margar verslanir bjóða uppá mjög góð tilboð.
Við fórum líka í fyrra og það var svo æðislegt, löng skrúðganga á eftir jólasveininum og allt svo afskaplega fallegt, góð stemmning og "lifandi" jólatónlist.





Ég vona innilega að þið eigið notalegt kvöld
Knús yfir hafið
Önnudóttir

Wednesday, November 27, 2013

Pappírs-jólatré

Ég fann æðislega falleg pappírs jólatré á netinu sem mig langaði mikið að prófa að gera. Það þarfnaðist þó mikillar þolinmæði þar sem þurfti að marg brjóta pappírinn saman. Eftir nokkrar tilraunir var þolinmæðin á þrotum og ég gafst upp en það er aldrei að vita nema ég prófi aftur síðar.



Ég dey ekki ráðalaus þegar hlutirnir ganga ekki upp. Við Mikael Leó ákváðum að búa til jólatré í okkar eigin útfærslu - sem gæti ekki verið einfaldara. Þau verða líka skemmtilega ólík, en þau sem sonurinn gerði eru í sérstöku uppáhaldi.


Við klipptum s.s. út tvö jólatré sem við reyndum af hafa jafn stór og svipuð í laginu. Svo klipptum við upp í miðju trésins, annað að neðan og hitt a ofan, og þannig smella þau saman og standa upprétt.
Eflaust mjög fallegt að gera þau í einhverjum litum fyrir þá sem eru litaglaðir 

Eigið gott kvöld
H

Monday, November 25, 2013

Jólastemning í Kaupmannahöfn

Við fjölskyldan erum nýkomin heim frá Kaupmannahöfn, þar sem við fengum jólastemninguna beint í hjarta. Kaupmannahöfn er svo sannarlega komin í jólafötin.


Við skelltum okkur á jóla leiksýninguna Far til fire til julebal i nisseland í TIVOLI og að henni lokinni skoðuðum við fallega jóla-skreyttann garðinn, fórum í rússíbana, drukkum heitt kakó og fleira skemmtilegt! 


Það er auðvitað ótrúlega skemmtilegt að kíkja í búðir í Köben, en mín allra uppáhalds er Illums Bolighus, þar get ég án gríns verið stundunum saman! Ég eyddi nokkrum klukkutímum þar með félagsskap af betri gerðinni honum  Helga frænda.


Ég sýni ykkur við tækifæri hvað ég tók með mér heim frá verslunum Kaupmannahafnar.



Ég reyndi eftir bestu getu að fanga jóla-stemninguna á myndir, og birti því þessar myndir hér með færslunni í von um að þið fáið hana beint í æð,  eða allavega brota brot af henni.



Við komum heim til Aarhus með jól í hjarta og bros á vör, tilbúin fyrir jólagleðina sem er á næsta leiti, mikið sem okkur hlakkar til!

Eigið góðan mánudag
Knús yfir hafið
xxx
H



Wednesday, November 13, 2013

DIY - Pappírsstjörnur

Nóvembermánuður er gengin í garð, og gott betur - það er stutt í jólin!
Á þessum tíma árs kemst ég alltaf í mikinn föndurgír. Við mæðgin föndruðum pappírsstjörnur í gær sem við hengdum svo upp. 

Hægt er að gera þær í mismundandi stærðum, ég ætla að gera nokkrar til þess að setja á jólapakka, nú eða til þess að hengja á jólatréð.


Eina sem þarf er, pappír ( ekki verra að hann sé frekar stífur), skæri og lím.
Það er líka mjög fallegt að nota munstraðan pappír. Ég notaði svo girni til þess að hengja stjörnurnar upp, en  mér finnst líka fallegt að nota silkiborða eða aðra fallega borða eða bönd.
Hugmynin kemur héðan, en þarna getið þið séð hvernig stjörnurnar eru gerðar skref fyrir skref.

Njótið dagsins!
H