Thursday, January 30, 2014

Marmari

Hafið þið nokkuð tekið eftir því að marmari er dálítið vinsæll þessa daganna? Einmitt!
Mér þykir marmari er svo ofboðslega fallegur.  Ég keypti rosalega góð og falleg rúmföt frá Ferm Living fyrir okkur hjónaleysin  sem ég mæli svo sannarlega með! Þau fást í Epal og Hrím.

Ég rak svo augun í veggfóður frá sama merki, með marmaraprentinu. 
Það er því hægt að redda sér ódýrum "marmara" vegg - ég hef aftur á móti annað í hyggju með veggfóðrið og ætla að ráðast í smá DIY von bráðar og get vonandi sýnt ykkur hvernig verkefnið heppnaðist :)



Fyrir áhugasama fæst veggfóðrið hér.

Eigið dásamlega helgi!
Knús yfir hafið
Hilma Önnu

Watanabe Kyogu | Corona Globe | Nendo

Gleðilegan fimmtudag!


Þessi fallegi hnöttur hefur verið á óskalistanum frá því ég sá hann fyrst ( á netinu) og er með því fyrsta sem ég pinnaði á pinterest síðuna mína.

Ég neyðist til þess að óska eftir aðstoð!
Ég veit ekki hve oft ég er búin að google-a og skoða mig um á netinu, án árangurs. Það er eins og þessi hnöttur sé ófáanlegur - Eða ég er ekki alveg nógu flink að leita á netinu.
Ef þið vitið hvar þessi gullfallegi hnöttur er fáanlegur megið þið endilega láta mig vita :)



Kveðjur
Hilma



Monday, January 27, 2014

Lita trendin 2014




Ég rakst á þessar myndir inni á pinterest, en þær koma upphaflega frá heimasíðuinni Benjamin Moore .
Ég veit ekki hvað það er en svona litapallettur heilla mig, sennilega vegna þess hve litirnir passa vel saman.
Eins og ég hef sagt áður, ef ég hefði tök á væri ég löngu búin að skella einhverjum fallegum lit á allavega einn vegg hjá mér.
Það er þó hægt að gera heimilið aðeins litríkara með kertum, púðum, blómum og allskonar skrauti. Það er akkúrat það sem ég verð að gera, ég fæ svo vonandi tækifæri til þess að mála, gera og græja nákvæmlega eftir mínu höfðu einn daginn.

Vona að þið hafði átt góða helgi

Knús yfir hafið


Monday, January 20, 2014

MOLO vor/sumar ´14

Eruð þið búin að sjá nýjasta nýtt frá MOLO ?

Mig langar mikið að kaupa þennan bol á Mikael minn, það fylgja með honum 3D gleraugu, en munstrið er þannig gert að þegar gleraugun eru sett á verður myndin "lifandi". Alveg er ég viss um að gaurinn minn kunni vel að meta það :)




Ég er nokkuð viss um að það komi nokkrur prent í viðbót - en pöndu-prentið heillar mig upp úr skónum, sérstaklega fyrir litlu krílin, passar vel fyrir bæði stelpur og stráka.

Eigið gott kvöld
Hilma

Thursday, January 16, 2014

G R A Y - Inspiration


Færslan í dag er svolítið grá, bara pínu! Mikið finnst mér grátt og örlítið hrátt fallegt. Hefði ég kost á 
myndi ég svo sannarlega skella gráum lit á einhvern vegg heima hjá mér, allra helst myndi ég þó vilja hafa einhverja steypta, hráa veggi!

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem veita mér innblástur.
Vona að þær geri það sama fyrir ykkur.










Eigið góðan sunnudag!
Kossar & knús yfir hafið
Hilma

Ljós

Lýsing getur gert mikið fyrir heimilið, skapar góða stemmningu og lýsir upp svartasta skammdegið...hér eru nokkur ljós sem mér þykir afar falleg.


Tom Dixon 


Demants-ljós eftir Eric Therner 


PH 5 - Louis Poulsen hannað af Poul Henningsen


Konglen - Louis Poulsen hannað af Poul Henningsen


Hilma Önnu
xxx


Monday, January 13, 2014

HAY

Ég er svo hrifin af HAY.
Ég fór inní HAY verslunina hér í Árósum um síðustu helgi til þess að skoða dagatöl, haldiði ekki að þar hafi ég fundið MAX 365 dagatalið sem ég hef ekki séð áður hér í Danmörku, mikið sem það gladdi.

Mig langar til þess að kaupa mér nokkra púða í fína stóra sófann okkar frá HAY. Ég er búin á ákveða hvaða efni ég vil en ég er ekki alveg viss hvaða liti ég vel mér. 

Það gerir svo ótrúlega mikið fyrir heimilið að skipta út púðum, ég er búin að vera með röndótta svarta og hvíta púða í sófanum lengi og er orðin svolítið þreytt á þeim, langar aðeins að breyta til. 

 Mér finnst mjög fallegt að velja einhvern áberandi lit, sófinn er svartur. 
Það sem mér finnst skemmtilegt við HAY púðana er að þeir hafa hnappa á báðum hliðum, í mismunandi litum, svo það þarf ekki nema að snúa púðanum við þá er komið svolítið annað lúkk.







Það eru þó ekki einungis púðarnir sem heilla mig frá þessu merki, en meira um það síðar.

Vona að þið njótið dagsinns
Knús yfir hafið
H

Friday, January 10, 2014

Eames

Gleðilegan föstudag elsku vinir!

Það gladdi mig mjög mikið þegar ég fékk símhringingu frá fluttningsfyrirtæki fyrr í vikunni um að ég ætti von á stórum pakka. Við lögðum nefninlega inn pöntun fyrir Eames DAW í byrjun nóvember, svo sendingin var kærkomin.
Stóllinn var búinn að vera uppseldur hjá framleiðanda í einhvern tíma og þegar við fengum loks fréttir um að nú væri stutt í að við myndum fá stólinn afhentann kom það í ljós að svo margir voru á undan okkur á biðlista. Oh, ég sem var svo spennt að fá stólinn, og vildi auðvita allra helst fá hann fyrir jól.

En fallegi Eames stóllinn er kominn á nýja heimilið sitt, og mér sýnist fara ansi vel um hann hér  ;)


Eames stólarnir hafa heillað mig mjög mikið en ég hafði þó alltaf augastað á ruggustólnum. 
Við hjónaleysin fórum og skoðuðum stólana og komumst að þeirri niðurstöðu að ruggustóllinn hentaði okkur ekki.

Stólarnir frá Vitra fást í átta fallegum litum og er hægt að velja um stál- eða viðarfætur á þá, nýjasta nýtt eru dökkir viðarfætur.  Stólarnir fást með eða án arma.

Það er mjög mikið til af eftirlíkingum af þessum stólum sem fást þá fyrir mun minna verð.
Ég styð ekki framleiðslu á eftirlíkingum, mér finnst það einfalldlega óréttlátt gagnvart þeim sem hafa hannað vöruna.  Það er nú líka oftast þannig að verð og gæði fara saman.


Ég er alsæl með nýjustu "mublu" heimilisins, 2ja mánaða biðin var sannarlega þess virði.

Eigið dásamlega helgi - farið varlega
Hilma Önnu

Wednesday, January 8, 2014

Nýr litur frá Iittala..


..Ég veit að þetta eru ekki glænýjar fréttir en nú eru vörurnar sem eru í þessum nýja lit byrjaðar að koma í 
verslanir, ég hef heyrt að þær séu væntanlegar í verslanir á Íslandi í febrúar.
Mér finnst liturinn RAIN / REGN í einu orði sagt ÆÐISLEGUR.







Eigið góðan dag
Hilma



Tuesday, January 7, 2014

Marimekko

 Við vorum svo heppin að eingast nýjar marimekko skálar um jólin
en ég hef safnað glærum af stærri gerðinni í nokkur ár.
Mig langaði líka að eiga þær litlar og litríkar - það var því ekki annað að gera en að setja þær á óskalistann fyrir jólin. 

Nú eigum við fjögur stk af litlum skálum og mig langar mikið til þess að bæta tveim í safnið.


Þá er að velja sér lit...gulur, bleikur, blár, grænn, brúnn.......

Eigið góðan þriðjudag
HÖnnudóttir
xxx


Saturday, January 4, 2014

Dagatöl

Gleðilegt ár elsku vinir, senn fer jólahátíðinni að ljúka og fallegu jólaljósin fara ofaní kassa og bíða þar þangað til í desember. Hversdagsleikinn tekur við - Æ það er nú líka gott :)

Mig langar svo að eignast fallegt dagatal. Þau eru nokkur sem ég hef augastað á, og eru skemmtilega ólík. Hér fyrir neðan eru tvö sem mér þykir ansi flott.

Það sem mig langar allra mest í heitir Max 365. Verst að ég hef ekki enn séð það hér í Danmörku en það er þó til víða í Noregi og svo er að sjálfsögðu hægt að panta það í gegnum netið. Max 365 tilheyrir þó engu sérstöku ári því það gefur í raun bara upplýsingar um hvaða mánaðadagur er, jah ef maður er duglegur að fletta :)


Mig langar einnig í dagatal sem hannað er af Snæfríði Þorsteins og Hildigunni Gunnarsdóttir sem selt er undir nafni HAY og verður gert næstu fimm árin - wrong for hay.
Þetta er dagatal þar sem dagarnir eru tætir niður þar til árið er liðið.
Dagatalið fæst í  hvítum og bleikum lit, þið vitið væntanlega hvaða lit ég myndi velja.



  MAX 365 er hægt að nota ár eftir ár, en HAY "Íslenska" dagatalið gefur manni betri yfirsýn yfir árið. Ég held að það sé einstaklega skemmtilegt að "horfa" á árið líða með því að sjá dagatalið  styttast.
Það er þó víst að þessi dagatöl eiga það sameiginlegt að punkta verulega uppá heimilið.

Eigið gleðilegan laugardag
Hilma
xx