Wednesday, January 30, 2013

Mini Rodini

Það er vorfílingur í lofti  í Århus - snjórinn farinn, talan á hitamælinum hækkar - og jú það rignir.
Ég er spennt að fá vorið, svo ég tali nú ekki um sumarið
Ég fer því ósjálfrátt að spá í vor og sumar fatnaði fyrir merkilegustu manneskjuna á heimilinu - 5 ára strákinn minn Mikael Leó.
Ég er ótrúlega hrifinn af merkinu Mini Rodini - mér finnst fötin æðisleg, og einstaklega flott munstur.
...Ég byrjaði því að skoða og pikka út nokkrar vörur.




Mig dauðlangar í þennann græna jakk á minn strák, mér finnst legginsbuxurnar líka ferlega flottar


Hlébarða jakki fyrir stúlkurnar


Æðislega sætar leggins og jakki 



Fötin frá Mini Rodini getið þið t.d. skoðað hér og hér

Knús yfir hafið
H

Monday, January 28, 2013

k v ö l d m á l t í ð

Mig langaði að deila með ykkur kvöldverði fjölskyldunnar.
Ég rakst á þessa skemmtilegu hugmynd  hér af fylltum tortillaskálum - skemmtileg tilbreyting frá þessum hefðbundnu.
Reyndar lúkkar þetta MUN betur hjá henni, tel það vera vegna þess að ég var með stóra gerð af pönnukökum og gaf mér ekki tíma til þess að "dedúa" við salatið  -Er þó nokkuð viss um að þetta hafi bragðast jafn vel :)

Fljótlegt og einfallt!


Skora á ykkur að prófa!

Eigið gott mánudagskvöld
Hilma

Sunday, January 27, 2013

B R Y L L U P

 Gleðilegan sunnudag kæru lesendur

Obbobbobb - er dottin í brúðkaupspælingar!!


Fletti í gegnum þessi blöð í morgun - ooo svo gaman :)



Þetta er algjörlega uppáhalds - kjóllinn dásamlegur og luktirnar svo rómantískar!




Hilma

Saturday, January 26, 2013

H a i r u p d o

Mér finnst svo gaman að skoða fallegar hárgreiðslur - verst að ég er frekar 
vonlaus að gera þær í sjálfa mig! 
 Ég ætla þó að prófa gera nokkrar af þessum á næstu dögum ... :)
Njótið!







Eigið góðan laugardag!
H önnudóttir


Friday, January 25, 2013

Make today happy


TAKK TAKK TAKK
fyrir frábærar viðtökur!
Næstum 1500 heimsóknir á einni viku




Eigið gleðilega helgi kæru lesendur!

Hilma Önnu

Thursday, January 24, 2013

K E R T A S T J A K A R


Ætli óskalistinn sé ótæmandi? 
Ég er kertjasjúk þessa daganna, það er eitthvað svo ótrúlega kósí að kveikja á kertum á þessum árstíma - Æ það er bara alltaf notalegt!
Hér eru nokkrar gerðir af kertastjökum sem gleðja augað. 

Iittala- Festivo

Iittala - Kastehelmi


Iittala - Nappula

Vörurnar frá Iittala höfða svo sannarlega til mín!

En þessi hér fyrir neðan ( svartur eða hvítur) verður sennilega næsti kertastjaki sem fær að príða heimli okkar hjónaleysanna í Danmörku, hann er frá Lassen Copenhagen.


Lassen Copenhagen - Kubus


Flottir eru þeir! ..sammála?

Eigið góðan fimmtudag
-H


Wednesday, January 23, 2013

K Ö K U R

Gleðilegan miðvikudag 
Kökur - já kökur! 
Mig langaði að deila með ykkur þessum kökum, er þó ekki með uppskriftir. 
Mér finnst þær bara svo ótrúlega fallegar - næstum of fallegar!



Þessi finnst mér gordjöss - Skemmtilegt að nota ekta blóm til skrauts


Mér finnst þessi hugmynd mjög flott! -Mætti nota hvíttsúkkulaði, og jafnvel skella smá matarlit útí :)


Falleg litablanda


..og ekki síðri hér!

...Svei mér þá, ef ég "neyðist" ( geri það reyndar með glöðu geði) ekki bara til þess að skella í eina köku eftir þessa færslu!

Kökukveðjur

Tuesday, January 22, 2013

Ray-Ban

Gleðilegan þriðjudag kæru vinir!
Ég er búin að endurheimta dásamlega manninn minn - ohh það er svo gott að fá hann heim!
Mig langaði afskaplega að færa honum smá gjöf við heimkomu og ákvað að stækka Ray-Ban safn heimilisins.


Ray-Ban aviator - ó mér finnst þau svo mikið bjútí!

Hann veit að sjálfsögðu hvað hittir beint í mark hjá sinni konu - Súkkulaði!


Namm namm - uppáhaldið mitt! 

Knús yfir hafið
Önnudóttir



Monday, January 21, 2013

w i s h l i s t

Ó það er svo margt sem manni langar í! 
Hér eru nokkrir hlutir sem eru ofaralega á mínum óskalista.



Dásemdar ullarpúði frá Umemi - Þessi grái væri æði í nýja sófanum



Mér finnst þessi útgáfa af Eames ruggustólnum mjög skemmtileg


Apinn eftir Kay Bojesen 


Sjöu stólarnir eftir Arne Jacobsen eru algjört bjútí!

KRAM







Sunday, January 20, 2013

A F M Æ L I S K Ö K U R

Þeir sem hafa komið í barnaafmæli til mín vita að mér þykir rosalega gaman að útbúa fallegar afmæliskökur  fyrir strákinn minn. Mig langaði að sýna ykkur nokkrar kökur sem ég hef gert fyrir Mikael Leó.


Fyrsta afmæliskakan - fyrsta áskoruninn!


2ja hæða fyrir 2ja ára - Doddaþema


Sjóræningjaþema



Ís muffins - vöktu mikla lukku :)


Eigið góðan sunnudag
H-Önnu

Thursday, January 17, 2013

B A Ð H E R B E R G I

Þessa dagana hef ég verið að skoða mikið af baðhebergjum inn á pinterest, mikið sem til er af fallegum einföldum baðherbergjum. 
Ég er mikið fyrir einfaldleika - eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Hér nokkur af mínum uppáhalds

 Öðruvísi, grátt og pínu hrátt - Kalklitir eru algjört æði!

Allt er vænt sem vel er hvítt!

 Pretty!!





Þið getið skoðað fleiri falleg baðherbergi og flottar hugmyndir inni  á pinterest. 

Knús yfir hafið
Hilma

Wednesday, January 16, 2013

H U N T E R

Í dag og síðustu daga hefur verið vetrarlegt í Århus - ískuldi og snjór, en vikrilega fallegt veður!
Sixmix skórnir mínir hafa fengið að kenna á því og eru orðnir svolítið sjúskaðir eftir allt labbið í slabbinu -Það var því ekki annað í stöðunni en að fjárfesta í stigvélum. Ég er afskaplega glöð með kaup dagsinns, en það voru original stigvél frá Hunter sko komu með mér heim :)


...Ég get ekki neitað því að ég hlakka mikið til að hoppa í pollunum með syninum í sumar!

Eigið gott miðvikudagskvöld
-H

Monday, January 14, 2013

H A M I N G J A Í B O X I

Eins og ég sagði í færslunni á undan elska ég lítil orð sem geta deginum breytt til hins betra.
Því ákvað ég að föndra "hamingjubox" svo ég gæti dregið mér einn miða á dag, allt árið - nú eða boðið gestum mínum að draga sér einn við heimför.
Mig langar þó að gera annað hamingjubox með íslenskum orðum.
Njótið!





Hilma

w o r d s - q u o t e

Ég hef ótrúlega gaman af því að skoða stutta texta, sem veita mér innblástur, hvatningu og áminninar!

-Ég á mér nokkra uppáhalds, og hef rammað inn víða á heimilinu.








Eigið góðan mánudag
-H
<3