Sunday, February 23, 2014

Barnaherbergi

Ég er að leita eftir hugmyndum fyrir herbergi Mikaels, mig langar
að gera eitthvað örlítið meira fyrir það.
Hér fyrir neðan eru myndir af barnaherbergum sem mér þykja einstaklega falleg, þau eru
þó fyrir yngri börn en Mikael Leó en margar góðar hugmyndir sem hægt er að nýta sér.


Grái liturinn á veggnum finnst mér algjör æði, veifurnar eru æðislegar og lampinn á vegnum þykir mér fallegur.


Kalklitaður veggur, ó svo smart!


Rómantískt herbergi fyrir litla prinsessu. 


Þessi "skápur" finnst mér skemmtileg lausn. Það er spurning hversu lengi
skipulagið fengi að njóta sín í herbergi lítils skæruliða ?

Annars vona ég að þið konur séuð búnar að eiga góðan dag - Minn maki er búin að standa sig ansi vel :)


Hilma Önnu


Wednesday, February 19, 2014

Vorið

Ég er enn ekki orðin vön veðurfarinu hér í Danmörku, það er svo
skrítið að það sé febrúar en maður finni vorið nálagast,
 ég get ekki neitað því að það gleður mig óskaplega. 
Þegar ég sótti son minn í skólann á mánudaginn löbbuðum við saman heim og tókum eftir
útsprungnum blómum við göngustiginn. Honum Mikael þykir svo gaman að gefa mér blóm og í þetta skiptið stóðst hann ekki freistinguna og tók eitt blóm upp - fallegt gult, og fyrir mér hálfgerðan vorboða.
Það er kannski ekki ólíklegt að við fáum eitt vetrarhret í viðbót, eða tvö, það er jú bara febrúar.


Ég stóðst ekki mátið að mynda þessi fallegu blóm hér að neðan þegar ég var í Ikea í gær, þar fyrir utan eru oft blómasalar með mikið úrval af blómum. Ég sá þetta fallega blóm, sem ég er nokkuð viss um að ég hafi ekki séð áður.  Ég náði nafninu nú ekki alveg....Afríku "Blóm", eitthvað í þá áttina :) 
Kannski er einhver lesandi sem getur hjálpað ?
Ég vona svo sannarlega að þau rati heim til mín, það er nú konudagur á sunnudaginn! ( Blikk Gísli, Blikk)


Eigið ljúfan og góðan dag
Hilma Önnu

Sunday, February 16, 2014

Skoleboller

 Þessar æðislegu bollur eru "ættaðar" frá Noregi en ég kynntist
þeim fyrst þar í landi þegar ég var lítil stelpa, þær heita Skoleboller.
Mig langar að deila uppskriftinni með ykkur.


Bollur

125 gr brætt smjör
2 1/2 dl mjólk
1 egg
1 pakki þurrger
8 dl hveiti
1 tsk kardimommuduft
4 msk sykur
1/4 tsk salt


Vanillukrem

Vanillubúðingur (heitur) frá Dr. Oetker
Ef þið notið búðinginn frá Dr. Oetker þurfið þið að gera hann ca 4 tímum áður en þið ætlið að nota hann og minka mjólkurmagnið, nota ca 2/3 af því sem gefið er upp á pakkningunni.

Ég var svo heppin að fá "ekta" vanillukrem fyrir bollurnar frá Noregi, mynd af umbúðunum er hér að neðan.


Degið er hefbundið gerdeg en eftir að degið hefur hefast eru mótaðar bollur ca 20 stk. 
Ofan í bollurnar eru mótaðar holur fyrir vanillukremið með því að þrýsta þumalfingri í degið. 
Að því loknu er vanillukremið sett ofaní holurnar. 
Látið hefast í 15 mín.

Bollurnar eru bakaðar við 225° í 10 - 15 mín í miðjum ofni.
Þegar bollurnar hafa kólnað er glassúr (flórsykur & vatn) settur yfir og að lokum er kókosmjöli stráð yfir.

Svo er bara að fá sér mjólk í glas og njóta. 
Skólabollurnar eru auðvita lang bestar glænýjar og volgar.

Ég vona að þið njótið vel
Knús yfir hafið
Hilma Önnu

Wednesday, February 12, 2014

Síðustu dagar..

Gleðilegan miðvikudag!
Èg er búin að vera upptekin síðustu daga við að njóta lífsins, þar af leiðandi hafa bloggfærslurnar fengið að sitja á hakanum. 
Elsku besta mamma er búin að vera í heimsókn hjá okkur í Århus sem er búið að vera alveg dásamlegt, við fórum svo til Kaupmannahafnar og nutum alls þess sem hún hefur uppá að bjóða. Við hjúin enduðum ferðina á að skella okkur á tónleika í gærkvöldi og erum nú komin aftur heim til Århus. 
Einkasonurinn er í vetrarfríi og því heldur gleðin áfram, meira um það seinna.

Nokkrar myndir frá síðustu dögum..



Storebeltbroen


Mæðgur á Strikinu


Illums bolighus gleður alltaf!


Prinsinn minn á skautum


Den blå planet


Mömmur eru bestar xxx

...Já, svo dásamlegir voru síðustu dagar og gleðin heldur bara áfram.
xxx


Sunday, February 2, 2014

Ljós frá Ellos



Hvernig finnst ykkur þessi ljós ? Ég rakst á þau inn á heimasíðu Ellos. Mér finnst þau
ofsa falleg og það skemmir ekki fyrir að þau kosta aðeins 279 dkk, vandamálið er þau eru ekki til 
fyrr en í JÚNÍ - úff ég legg nú ekki í að bíða svo lengi! EN vanti mig enn ljós í maí/júní er ekki spurning hvaða ljós ég skelli mér á!

Hilma

Saturday, February 1, 2014