Wednesday, March 27, 2013

P Á S K A F R Í

Gleðilegan miðvikudag  !
Við erum að njóta þess svo að vera  í páskafríi - skáparnir eru fullir af páskagotteríi frá Íslandi, og öll fjölskyldan saman, þá er ekki annað hægt en að vera glaður með lífið.


Geislandi glaður  Mikael

Ég er ekki mikið fyrir páskaskreytingar, mér finnst þó mjög fallegt að klippa birkigreinar og setja í vasa með nokkrum fallegum postulíns eggjum - því miður hentar það mér ekki, þar sem ég er með mikið birki ofnæmi.

Gulir túlípanar minna óneitanlega á páskana, en í þetta sinn ákvað ég að breyta frá hefðinni og keypti mér hortensiu.


Fallegir litir


Mér finnst reyndar ekkert páskalegra en páskaegg frá Nóa Síríus, svo þetta er páska"skreytingin" í ár!



GLEÐILEGA PÁSKA!

Knús yfir hafið
Hilma Önnu

Friday, March 15, 2013

A F M Æ L I S

Gleðilegan föstudag
Ég átti afmæli fyrr í vikunni, og hélt uppá afmælið í fyrstaskipti með föðurfjölskyldu minni.
Það vildi svo skemmtilega til að á afmælisdaginn 12 mars var frumsýning í Cirkus Arena.  Ég hef aldrei upplifað annað eins sjóv! Eitthvað sem enginn má láta framhjá sér fara ef ferðast er til Danmerkur.
Dagurinn var dásamlegur og ég var sæl og glöð.

Ég fékk að sjálfsögðu fullt af fallegu í afmælisgjöf og mig langar að sýna ykkur smá af því sem ég fékk..

Þennan fallega kraga fékk í í 25 ára afmælisgjöf, og aðsjálfsögðu puntaði ég mig með honum fyrir frumsýninguna.

Dásamlegi apinn sem mig er búið að langa í leyndist í einum pakkanum

...og þessir fallegu Iittala stjakar

TAKK fyrir mig :)

Eigið gleðiríka helgi
Hilma Önnu




Thursday, March 7, 2013

J o s e p h J o s e p h

Mér finnst vörurnar frá Joseph Joseph ákaflega skemmtilegar.
Þær eru hannaðar með það í huga að taka sem minnst pláss í eldhússkápunum okkar - ekki veitir af því!
Þær eru líka ofsa litríkar og fallegar.


Fæst t.d. í Epal á Íslandi 

Eigið góðan miðvikudag!
Hönnudóttir