Við fjölskyldan erum nýkomin heim frá Kaupmannahöfn, þar sem við fengum jólastemninguna beint í hjarta. Kaupmannahöfn er svo sannarlega komin í jólafötin.
Við skelltum okkur á jóla leiksýninguna Far til fire til julebal i nisseland í TIVOLI og að henni lokinni skoðuðum við fallega jóla-skreyttann garðinn, fórum í rússíbana, drukkum heitt kakó og fleira skemmtilegt!
Það er auðvitað ótrúlega skemmtilegt að kíkja í búðir í Köben, en mín allra uppáhalds er Illums Bolighus, þar get ég án gríns verið stundunum saman! Ég eyddi nokkrum klukkutímum þar með félagsskap af betri gerðinni honum Helga frænda.
Ég sýni ykkur við tækifæri hvað ég tók með mér heim frá verslunum Kaupmannahafnar.
Ég reyndi eftir bestu getu að fanga jóla-stemninguna á myndir, og birti því þessar myndir hér með færslunni í von um að þið fáið hana beint í æð, eða allavega brota brot af henni.
Við komum heim til Aarhus með jól í hjarta og bros á vör, tilbúin fyrir jólagleðina sem er á næsta leiti, mikið sem okkur hlakkar til!
Eigið góðan mánudag
Knús yfir hafið
xxx
Knús yfir hafið
xxx
H
No comments:
Post a Comment