Sæl nú!
Ég hugsa að flestir séu sammála því að Desembermánuður sé tími fjölskyldunnar.
Margar hefðir hafa skapast í kringum þennan mánuð hjá flestum og mín fjölskylda er engin undantekning.
Margar hefðir hafa skapast í kringum þennan mánuð hjá flestum og mín fjölskylda er engin undantekning.
Það sem mér þykir vænst um eru einmitt þessar fjölskyldustundir, undirbúningur jólanna með þeim sem manni þykir vænst um.
Mér finnst mjög erfitt vera svona langt frá Íslensku fjölskyldunni minni á þessum tíma árs, en samt er það svo lærdómsríkt og spennandi að kynnast nýjum hefðum í Danmörku, dönsku jólin eru nefninlega dálítið notaleg líka.
Um síðustu helgi átti ég frábæra helgi með föðurfólkinu mínu og kynntist örlítið þeirra hefðum tendum jólum. Mikið var það notalegt - Syni mínum þótti ekki leiðinlegt að fara á jólaball sem haldið var hjá þeim og fá extra athygli frjá jólasveininum :)
Það var líka mjög spennandi að fara út með vasaljós og leita af öllum nissunum í garðinum hjá ömmu, en þeir leyndust víða.
Ég vona svo innilega að þið njótið ykkar sem allra best á aðventunni.
Eigið gleðilega helgi elsku vinir
H-Önnu
No comments:
Post a Comment