Wednesday, February 12, 2014

Síðustu dagar..

Gleðilegan miðvikudag!
Èg er búin að vera upptekin síðustu daga við að njóta lífsins, þar af leiðandi hafa bloggfærslurnar fengið að sitja á hakanum. 
Elsku besta mamma er búin að vera í heimsókn hjá okkur í Århus sem er búið að vera alveg dásamlegt, við fórum svo til Kaupmannahafnar og nutum alls þess sem hún hefur uppá að bjóða. Við hjúin enduðum ferðina á að skella okkur á tónleika í gærkvöldi og erum nú komin aftur heim til Århus. 
Einkasonurinn er í vetrarfríi og því heldur gleðin áfram, meira um það seinna.

Nokkrar myndir frá síðustu dögum..



Storebeltbroen


Mæðgur á Strikinu


Illums bolighus gleður alltaf!


Prinsinn minn á skautum


Den blå planet


Mömmur eru bestar xxx

...Já, svo dásamlegir voru síðustu dagar og gleðin heldur bara áfram.
xxx


No comments:

Post a Comment