Ég er enn ekki orðin vön veðurfarinu hér í Danmörku, það er svo
skrítið að það sé febrúar en maður finni vorið nálagast,
ég get ekki neitað því að það gleður mig óskaplega.
ég get ekki neitað því að það gleður mig óskaplega.
Þegar ég sótti son minn í skólann á mánudaginn löbbuðum við saman heim og tókum eftir
útsprungnum blómum við göngustiginn. Honum Mikael þykir svo gaman að gefa mér blóm og í þetta skiptið stóðst hann ekki freistinguna og tók eitt blóm upp - fallegt gult, og fyrir mér hálfgerðan vorboða.
Það er kannski ekki ólíklegt að við fáum eitt vetrarhret í viðbót, eða tvö, það er jú bara febrúar.
Það er kannski ekki ólíklegt að við fáum eitt vetrarhret í viðbót, eða tvö, það er jú bara febrúar.
Ég stóðst ekki mátið að mynda þessi fallegu blóm hér að neðan þegar ég var í Ikea í gær, þar fyrir utan eru oft blómasalar með mikið úrval af blómum. Ég sá þetta fallega blóm, sem ég er nokkuð viss um að ég hafi ekki séð áður. Ég náði nafninu nú ekki alveg....Afríku "Blóm", eitthvað í þá áttina :)
Kannski er einhver lesandi sem getur hjálpað ?
Ég vona svo sannarlega að þau rati heim til mín, það er nú konudagur á sunnudaginn! ( Blikk Gísli, Blikk)
Ég vona svo sannarlega að þau rati heim til mín, það er nú konudagur á sunnudaginn! ( Blikk Gísli, Blikk)
Eigið ljúfan og góðan dag
Hilma Önnu
♥
Protea heitir þetta blóm, og stendur vel og lengi!
ReplyDelete