Við fjölskyldan höfum það sem hefð að fá okkur rúnstykki í morgunmat um helgar.
Við mæðgin erum bara tvö heima þessa helgina og því var "meðlætið" einfallt, ostur og sulta - sterkir og framandi ostar fara ekki vel í litla munna.
Við pressuðum appelsínur og úr varð þessi dásamlegi safi - það jafnast ekkert á við nýpressaðann appelsínusafa. Appelsínur eru svo safaríkar og góðar á þessum árstíma.
Ég keypti mér hyacintu lauka í gær - ég býð spennt eftir að þeir springi út.
Þrátt fyrir að það sé enn smá snjór þá finnst mér vorið vera handan við hornið - hope that at least
Eigið góðan sunnudag
Hilma
No comments:
Post a Comment