Gleðilegan föstudag
Ég átti afmæli fyrr í vikunni, og hélt uppá afmælið í fyrstaskipti með föðurfjölskyldu minni.
Það vildi svo skemmtilega til að á afmælisdaginn 12 mars var frumsýning í Cirkus Arena. Ég hef aldrei upplifað annað eins sjóv! Eitthvað sem enginn má láta framhjá sér fara ef ferðast er til Danmerkur.
Dagurinn var dásamlegur og ég var sæl og glöð.
Ég fékk að sjálfsögðu fullt af fallegu í afmælisgjöf og mig langar að sýna ykkur smá af því sem ég fékk..
Þennan fallega kraga fékk í í 25 ára afmælisgjöf, og aðsjálfsögðu puntaði ég mig með honum fyrir frumsýninguna.
Dásamlegi apinn sem mig er búið að langa í leyndist í einum pakkanum
...og þessir fallegu Iittala stjakar
TAKK fyrir mig :)
Eigið gleðiríka helgi
Hilma Önnu
No comments:
Post a Comment