Wednesday, March 27, 2013

P Á S K A F R Í

Gleðilegan miðvikudag  !
Við erum að njóta þess svo að vera  í páskafríi - skáparnir eru fullir af páskagotteríi frá Íslandi, og öll fjölskyldan saman, þá er ekki annað hægt en að vera glaður með lífið.


Geislandi glaður  Mikael

Ég er ekki mikið fyrir páskaskreytingar, mér finnst þó mjög fallegt að klippa birkigreinar og setja í vasa með nokkrum fallegum postulíns eggjum - því miður hentar það mér ekki, þar sem ég er með mikið birki ofnæmi.

Gulir túlípanar minna óneitanlega á páskana, en í þetta sinn ákvað ég að breyta frá hefðinni og keypti mér hortensiu.


Fallegir litir


Mér finnst reyndar ekkert páskalegra en páskaegg frá Nóa Síríus, svo þetta er páska"skreytingin" í ár!



GLEÐILEGA PÁSKA!

Knús yfir hafið
Hilma Önnu

No comments:

Post a Comment