Sunday, April 7, 2013

H E I M S Ó K N

Uppáhalds þættirnir mínir eru klárlega Heimsóknin, þættir sem eru sýndir á Stöð 2.
Ég get svo svarið það að um leið og ég hef lokið við að horfa á nýjasta þáttinn sem er í boði inná  vísi.is þá er ég strax farin að bíða eftir þeim næsta.

Innlitin eru að sjálfsögðu jafn misjöfn og þau eru mörg, en hvert og eitt heimili hefur sinn sjarma og mér þykir alltaf jafn gaman að horfa.


Það eru tvö innlit sem ég held mjög mikið uppá.
Það eru heimili Svanhildar Þórsteinsdóttur og heimili Helgu Björnsdóttur.


...Mér finnst heimili Rutar Kára líka einstaklega fallegt...ég gæti reyndar talið upp ansi mörg í viðbót.

Mæli með að þið skoðið þetta

Knús yfir hafið
Hilma

1 comment:

  1. Hæhæ, Ég rambaði inn á síðuna þína og sé þessa færslu. Takk fyrir hrósið, gleður mig mikið :) Bestu kveðjur Helga Björns.

    ReplyDelete