Ég fann æðislega falleg pappírs jólatré á netinu sem mig langaði mikið að prófa að gera. Það þarfnaðist þó mikillar þolinmæði þar sem þurfti að marg brjóta pappírinn saman. Eftir nokkrar tilraunir var þolinmæðin á þrotum og ég gafst upp en það er aldrei að vita nema ég prófi aftur síðar.
Ég dey ekki ráðalaus þegar hlutirnir ganga ekki upp. Við Mikael Leó ákváðum að búa til jólatré í okkar eigin útfærslu - sem gæti ekki verið einfaldara. Þau verða líka skemmtilega ólík, en þau sem sonurinn gerði eru í sérstöku uppáhaldi.
Við klipptum s.s. út tvö jólatré sem við reyndum af hafa jafn stór og svipuð í laginu. Svo klipptum við upp í miðju trésins, annað að neðan og hitt a ofan, og þannig smella þau saman og standa upprétt.
Eflaust mjög fallegt að gera þau í einhverjum litum fyrir þá sem eru litaglaðir
Eigið gott kvöld
H
No comments:
Post a Comment