Monday, December 30, 2013

Jólin 2013


Sæl nú!
Við fjölskyldan eru svo sannarlega búin að njóta jólanna í botn. Aðfangadagskvöld var dásamlegt. Við borðuðum æðislegan mat, drukkum malt og appelsín brögðuðum á nóa konfekti, opnuðum heilann helling af æðislegum gjöfum og nutum þess að vera saman. Ef þetta er ekki "uppskrift" af góðu aðfangadagskvöldi þá veit ég ekki hvað.




Prinsinn alsæll með allt nýja fíneríið

Í fyrsta skipti vorum við með lifandi tré í stofunni. Ég keypti ofboðslega fallegt skraut á tréð í Illums Bolighus sem sést kannski ekki alveg nógu vel á myndunum. Silfraðir könglar og agnar smáar hvítar kúlur. Mér finnst koma ótrúlega vel út að punta tréð upp með litlum kúlum, það verður svo pent og fallegt.


Hér er skrautið áður en það fór á tréð.

Ég vona að þið hafið notið jólanna ykkar í botn.
Nú styttist í nýja árið *2014* - alveg er ég viss um að það
komi til með að færa okkur mikla hamingju, gleði og lukku.
Ég óska ykkur gleðilegs árs - Takk fyrir að lesa

Hilma Önnudóttir

No comments:

Post a Comment