Gleðilegt ár elsku vinir, senn fer jólahátíðinni að ljúka og fallegu jólaljósin fara ofaní kassa og bíða þar þangað til í desember. Hversdagsleikinn tekur við - Æ það er nú líka gott :)
Mig langar svo að eignast fallegt dagatal. Þau eru nokkur sem ég hef augastað á, og eru skemmtilega ólík. Hér fyrir neðan eru tvö sem mér þykir ansi flott.
Mig langar svo að eignast fallegt dagatal. Þau eru nokkur sem ég hef augastað á, og eru skemmtilega ólík. Hér fyrir neðan eru tvö sem mér þykir ansi flott.
Það sem mig langar allra mest í heitir Max 365. Verst að ég hef ekki enn séð það hér í Danmörku en það er þó til víða í Noregi og svo er að sjálfsögðu hægt að panta það í gegnum netið. Max 365 tilheyrir þó engu sérstöku ári því það gefur í raun bara upplýsingar um hvaða mánaðadagur er, jah ef maður er duglegur að fletta :)
Mig langar einnig í dagatal sem hannað er af Snæfríði Þorsteins og Hildigunni Gunnarsdóttir sem selt er undir nafni HAY og verður gert næstu fimm árin - wrong for hay.
Þetta er dagatal þar sem dagarnir eru tætir niður þar til árið er liðið.
Dagatalið fæst í hvítum og bleikum lit, þið vitið væntanlega hvaða lit ég myndi velja.
MAX 365 er hægt að nota ár eftir ár, en HAY "Íslenska" dagatalið gefur manni betri yfirsýn yfir árið. Ég held að það sé einstaklega skemmtilegt að "horfa" á árið líða með því að sjá dagatalið styttast.
Það er þó víst að þessi dagatöl eiga það sameiginlegt að punkta verulega uppá heimilið.
Eigið gleðilegan laugardag
Hilma
xx
No comments:
Post a Comment