Ég er svo hrifin af HAY.
Ég fór inní HAY verslunina hér í Árósum um síðustu helgi til þess að skoða dagatöl, haldiði ekki að þar hafi ég fundið MAX 365 dagatalið sem ég hef ekki séð áður hér í Danmörku, mikið sem það gladdi.
Mig langar til þess að kaupa mér nokkra púða í fína stóra sófann okkar frá HAY. Ég er búin á ákveða hvaða efni ég vil en ég er ekki alveg viss hvaða liti ég vel mér.
Það gerir svo ótrúlega mikið fyrir heimilið að skipta út púðum, ég er búin að vera með röndótta svarta og hvíta púða í sófanum lengi og er orðin svolítið þreytt á þeim, langar aðeins að breyta til.
Mér finnst mjög fallegt að velja einhvern áberandi lit, sófinn er svartur.
Það sem mér finnst skemmtilegt við HAY púðana er að þeir hafa hnappa á báðum hliðum, í mismunandi litum, svo það þarf ekki nema að snúa púðanum við þá er komið svolítið annað lúkk.
Það eru þó ekki einungis púðarnir sem heilla mig frá þessu merki, en meira um það síðar.
Vona að þið njótið dagsinns
Knús yfir hafið
H
No comments:
Post a Comment