Gleðilegan föstudag elsku vinir!
Það gladdi mig mjög mikið þegar ég fékk símhringingu frá fluttningsfyrirtæki fyrr í vikunni um að ég ætti von á stórum pakka. Við lögðum nefninlega inn pöntun fyrir Eames DAW í byrjun nóvember, svo sendingin var kærkomin.
Stóllinn var búinn að vera uppseldur hjá framleiðanda í einhvern tíma og þegar við fengum loks fréttir um að nú væri stutt í að við myndum fá stólinn afhentann kom það í ljós að svo margir voru á undan okkur á biðlista. Oh, ég sem var svo spennt að fá stólinn, og vildi auðvita allra helst fá hann fyrir jól.
En fallegi Eames stóllinn er kominn á nýja heimilið sitt, og mér sýnist fara ansi vel um hann hér ;)
Við hjónaleysin fórum og skoðuðum stólana og komumst að þeirri niðurstöðu að ruggustóllinn hentaði okkur ekki.
Stólarnir frá Vitra fást í átta fallegum litum og er hægt að velja um stál- eða viðarfætur á þá, nýjasta nýtt eru dökkir viðarfætur. Stólarnir fást með eða án arma.
Ég styð ekki framleiðslu á eftirlíkingum, mér finnst það einfalldlega óréttlátt gagnvart þeim sem hafa hannað vöruna. Það er nú líka oftast þannig að verð og gæði fara saman.
Ég er alsæl með nýjustu "mublu" heimilisins, 2ja mánaða biðin var sannarlega þess virði.
Eigið dásamlega helgi - farið varlega
Hilma Önnu
Eigið dásamlega helgi - farið varlega
Hilma Önnu
No comments:
Post a Comment