Friday, April 5, 2013

K Ó S Í K V Ö L D



Við fjölskyldan höfum það sem hefð að alltaf á föstudagskvöldum bökum við pítsu og horfum á mynd saman. Strákurinn okkar bókstaflega elskar þetta, og er alltaf spenntur að koma heim á föstudögum úr leikskólanum og halda kósíkvöld.

Í dag erum við mæðgin bara tvö saman, og gerðum við okkur dásamlega spelt pítsu (uppskrift frá Ebbu) með ferskum mozzarella, tómötum sem steiktir voru uppúr ólífuolíu, hunangi og smá krynddi, og ferskri basiliku.  Ég var alveg viss um að ég ætti rucolasalat, en það var ekki raunin, mér finnst það algjört möst með.


Eftir allt pítsa átið vildi Mikael minn kveikja á kertum, helst öllum kertum heimilisins, og það fullkomnaði að sjálfsögðu stemninguna



 Þessar fallegu rósir sem sjá má á myndunum keypti ég mér í gær hjá blómasala niðrí bæ á  210 íslenskarkrónur búntið.  Mér finnst fátt skemmtilegra en að fegra heimilið okkar með fallegum blómum og kertum. Í dag er litlaþemað bleikt.


....verð að þjóta kósíkvöldið er hafið.

Eigið dásamlega helgi





No comments:

Post a Comment